Ég hef aldrei verið neitt fyrir íþróttir og því hafa foreldrar mínir nánast aldrei þurft að borga neitt svona íþróttastarf fyrir mig. (Var í fimleikum í 2 mánuði eða eitthvað þegar ég var 8 ára.)

Svo er það nú þannig að fyrir ári eða svo þá fór mig að langa svoo mikið í bretti. Prófaði svoleiðis og já, ákvað að þetta væri eitthvað sem mig langaði til að prufa mig áfram í. Ég var ekki í vinnu at the time, mátti það ekki því ég átti að eyða vetrinum í að læra undir samræmdu, svo ég gat ekki keypt mér bretti. Þannig ég ákvað að bíða þangað til næsta vetur og ætlaði þá að kaupa mér. Ég er í vinnu núna og vinn það lítið að ég fæ lítið borgað á mánuði og hef í rauninni ekkert efni á því að spara þar sem ég borga allt sjálf. (Skólagjöld, bækur, matur í skólanum, föt o.fl.)

Þannig ég talaði við mömmu og hún og maðurinn hennar ætluðu að gefa mér brettaföt þangað til ég ætti sjálf efni á því að kaupa mér bretti, þannig ég gæti bara leigt mér bretti þangað til ég ætti mitt eigið. Það eru 2 mánuðir síðan og enn hef ég ekki fengið fötin, og eins og þið skíða og brettafólkið vitið þá er búið að vera oft opið uppi í Bláfjöllum síðasta mánuðinn. Og ég auðvitað ekkert getað farið þvi ég á ekki föt til að vera í! Svo spurði ég hana um daginn, hana mömmu, um hvort við ættum ekki að fara að skoða allavega, og þetta var svarið sem ég fékk: ,,Þarftu ekki að eiga efni á því, vina?" .. Hún semsagt, eins og svo oft áður, hætti við að gera það sem hún sagðist ætla að gera. Svekk og pirr.

Bróðir minn hefur hinsvegar æft allan fjandann, og foreldrar mínir hafa þurft að borga tugi, jafnvel hundruðir þúsunda í handboltaæfingar, fóltboltaæfingar, golfæfingar, sumarnámskeið í hinu og þessu og fleira fyrir hann síðan hann var 4-5 ára. Það sem ég ætlaði að spurja að, er ég bara ógeðslega frek eða er það kannski alveg sjálfsagt að foreldrar mínir keyptu allavega bara brettaföt á mig? Þar sem þau hafa eytt svo miklu í íþróttastarf fyrir bróður minn.

Bætt við 6. febrúar 2008 - 15:15
Langdregið, ég veit.
<:o)-<–<