Heyrðu, það er þannig að ég bý útí sveit, og á nokkra vini og vinkonur hérna sem mér líkaði alltaf mjög vel við. En það sem þessir vinir mínir vissu ekki var að ég átti geeðveikt góða vini í bænum líka, tvo stráka sem eru 1 ári eldri en ég. Mér fannst bara sniðugt að halda þessum tveimur útaf fyrir mig því að ég var hvort eð er að fara í menntaskóla á næsta ári.

Það fór samt þannig að vinkonur mínar hér föttuðu að ég ætti vini í bænum, og vildi að ég færi að ‘sýna þeim þá’ og gefa þeim símanr. þeirra og eitthvað vesen. Ég var frekar hæglát í þessu öllu og lét þær bara fá msn-ið hjá öðrum.

Nú standa málinn þannig að vinkonur mínar halda að þetta sé ég sem er að þykjast eiga vini í bænum, og sé alltaf að tala við þær á msn og senda sjálfri mér sms og eitthvað algjört kjaftæði. Þetta var aðalega bögg í fyrstu að þær trúðu þessu uppá mig, en núna er ég bókstaflega að springa úr einhverjum pirringi. Þær eru alltaf að tala um hvað ég er sorgleg og eitthvað og ég er að fokking flikkast á þessu, þvílíkt skrítin tilfinning sem fylgjir þessu öllu saman.

Það eina sem kemur í veg fyrir að ég hreinlega öskri á þær að mér sé andskotans sama hvað þær halda og að ég væri LÖNGU búin að viðurkenna það ef þetta væri einhver sorglegur lygi, er að ég veit að þetta er satt og svo lengi sem þetta er ekki lygi eru það þær sem eru sorglegar.

Vildi bara koma þessu á framfæri því að það er ágætt að skrifa um hvernig manni líður þegar maður getur ekki sagt neinum öðrum það.

Svo takk fyrir mig :)