Veit einhver um einhverja mjög háværa vekjaraklukku? Ég veit ekki hvað er að mér en mér tekst oft að sofa yfir mig, með símann minn og 2 aðrar svona casual vekjara klukkur stilltar. Ég er alveg á nojjuni þegar ég fer að sofa. Ég var einu sinni með svona vekjaraklukku í tölvunni tengda við hátalara en sá möguleiki er úr sögunni núna.

Eiga einhverjir við þetta vandamál að stríða? Ef svo er hvaða vekjaraklukkur notið þið?

Bætt við 4. febrúar 2008 - 06:30
Já þ.e.a.s hvar keyptuð þið þær?