Alveg þykir mér það yndislega gaman þegar fólk lofar manni einhverju og svíkur það svo þannig að maður hafi engan fokkin fyrirvara til að redda hlutunum.
Alveg er það frábært að þurfa svo að útskýra fyrir fólki að allt sé að fara til fjandans út af því að viðkomandi manneskja sé svona mikið fífl og fá svo skemmtileg komment eftir á um hvað þessi manneskja sé fáranlega sjálfselsk og allir voða pirraðir.

Vá hvað það er friggin' awesome þegar þessi manneskja er faðir manns.

*Pirr*

Nota bene, ég elska alveg föður minn… held ég. Hat'ann allavega ekki, svo ekki koma með einhver vanþakklætiskomment

(Ég veit nú svo sem að þessi þráður útskýrir ekki neitt, meginatriðið er að ég er pirruð og ég var að muna hvað svona dót getur verið ágætis útrás.)
Deyr fé, deyja frændur,