Góðan daginn kæru hugarar,


Hér ætla ég að tjá gremju mína gegn Keiluhöllinni.


Ég vinn aðra hverja helgi,og vanalega þá fría helgar sem ég á eru oftast alveg fullbókaðar.
Þannig í gær,föstudaginn,var ég í fríi.Ég ákvað að við vinahópurinn færu öll saman í keilu.Við ákváðum að kl.20.00 yrði best,þá væru allir búnir á æfingum og þess háttar.
Hringji ég þá á föstudaginn eftir skóla,kl.13:20 sirka,í keiluhöllina.Spyr ég hvort það væri allt frátekið í kvöld og hvort ég gæti ekki pantað tvær keilubrautir kl.20.00.Stelpan/konan sem ég tala við segir að það sé ekkert mál og tekur niður nafið mitt.“sjáumst í kvöld” segji ég léttilega.

kl.19:55 eru allir vinirnir mættir og tilbúnir í keilu.
Segji ég við afgreiðslustelpuna/konuna að ég er með pantaðar brautir,að nafnið sé —– —.´
Hún byrjar að fletta til í bókum og smella með tölvumúsinni og segir svo:heyrðu,,..sko.Ég finn hvergi nafnið Rakel.“
Ég kippi mér ekkert mikið við það og spyr hvort það eru ekki bara tvær brautir sem við getum notað núna.
Hún byrjar að smella með tölvumúsinni aftur og tipla á lyklaborðið.
Kemur þá önnur afgreiðslustelpa/kona,hvíslast þær eitthvað á.Erum við vinahópurinn.U.Þ.B 12 manna hópur,að horfa á þetta allt saman hálf örg.
Segir stepan/konan svo við okkur eftir hvíslið við hina stelpuna/konuna:Eruð þið með einhverjum forráðamanni”?
svara ég neitandi.
“sko.það er sko bannað innan 20 ára í kvöld.”Segir steplan/konan og horfa gervivorkunnar augum á hópinn.
Ég verð hálf-kjafstopp.
Minni ég á það að ég hringdi í dag og gaf upp nafnið og alles.
Hún segist ekkert geta gert.
Er hópurinn hálf fúll og leiður.
Hringjum í foreldra og biðjum um far heim og segjum hvað gerðist.
Á meðan ég og fjórir vinir mínir erum einn að bíða eftir fari kemur svona mikilmennskubrjálaða gaur og tekur einn af vinum mínu úr stólnum sem hann var sitjandi í og segji“þetta er minn stóll”
Greinlegi svona “Bodygaurd”
og fer hann að spyrja okkur hvað við værum að gera þarna og þess háttar.
En við komusmt heim heil og örugg.

EN ég vil bara segja að ég er ALLS ekki ánægð með svona stæla frá Keiluhöllinni!!!

takk fyrir mig

Berrrassagangu