Alltaf er maður að sjá hérna á huga þessa setningu: “vertu bara þú sjálf(ur)” eða " best að vera bara maður sjálfur.
Ég er orðinn svo prirraður á því að fólk heldur alltaf að ef þú ert hnakki eða emo að þú sért bara að fylgja mainstream og herma bara eftir öllum öðrum. Getur það ekki verið að þeir/þær sem eru hnakkar eða emo eru þannig að því að Þeim finnst það flott!

Ekki ferðu til spánar í frí útaf því að þangað fara allir, þú ferð einfaldlega útaf þar er gott veður og góð ferðamannaþjónusta.
Ekki horfiru á sjónvarpið útaf því að allir horfa á sjónvarpið, nei. Þér finnst gaman að horfa á sjónvarpið.
Ekki borðaru pizzu af því að allir borða pizzu, nei þér finnst hún einfaldlega góð!