Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér hér á Huga þá er það fólk sem póstar svari sínu ekki við korkasvarið eða greinarsvarið sem er verið að svara.

Það er oft ótrúlega erfitt að sjá samhengi þegar þannig er gert og margur notandinn er oft bara að svara með skítkasti sem maður tekur svo að sé beint gegn manni sjálfum og svari manns sem ósómanum var hnýtt við en þá er verið að dömpa á einhvern póst sem er kannski mörgum svörum ofar.

Það lægsta og fyrirlitlegasta er að pósta greinarsvari með skilaboðum og hafa ekki rænu á að setja það við rétt svar bara grey notandann sem svaraði síðast.

Er þetta svona flókið eða erfitt?<br><br>Who died and made you Elvis? - Cordelia