Veit ekki allveg hvort þetta á heima hér en ég ætla að segja aðeins frá óveðrinu sem var í Borgarfirði, ég veit ekkert um veðrið á höfuðborgarsvæðinu svo þetta verður um Borgarfjörð og nágrenni:D

Í gærkvöldi og í nótt var 64 m/s undir Hafnarfjalli og hér koma 3 atriði sem komu fyrir en þau voru fleiri.

1)Hjólhýsi fauk á hliðina og beint á bíl á bílasölunni Heklu.

2)Spýta(eða eitthvað þannig) fauk á glugga hjá “ungum hjónum og ungbarni” eins og var í fréttunum í morgunn, en smá leiðrétting ef þið sáuð ekki fréttirnar þá var þetta hjá hjónum og 11 ára stelpu. Foreldrar stelpunnar vildu ekki að hún væri inni í sínu herbergi því þar var mest hætta á að eitthvað myndi fljúga á gluggann. Þetta kom í fréttunum og var tkeið “viðtal” við þau.

En nóg um þetta mál.

3)Samkvæmt því sem ég hef heyrt þá fauk eitthvað af þaki niður sem ég heyrði um í skólanum.

Þetta er mesta óveður sem ég hef heyrt um á Íslandi. Þetta voru 3 atriði sem ég vissi mest um, nóg um þetta í bili.

Kv.HuldaHit.

Bætt við 12. desember 2007 - 18:22
Þegar ég segi óveður þá á ég við rok og þannig óveður, hef heyrt um verra veður samt.