Vísir
Mál nokkurra höfundarréttarsamtaka á hendur eiganda skráardeilingarsíðunnar torrent.is verður tekið fyrir hjá dómstólum þann 12. desember.

Eins og kunnugt er féllst sýslumaðurinn í Hafnarfirði á lögbannskröfu samtakanna í síðustu viku og þurfti eigandi torrent.is að loka síðunni á meðan málið er fyrir dómstólum.

Samtökin saka eiganda torrent.is að auðvelda og stuðla að höfundarréttarbrotum með því að heimila skráaskipti á síðunni á höfundarréttarvörðu efni. Brotin meintu snúa að ólöglegu niðurhali á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, tónlist og innlendum og erlendum kvikmyndum.

Það eru Samtök myndrétthafa á Íslandi, SÍK (Framleiðendafélagið), Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og Félag hljómplötuframleiðenda sem fóru fram á lögbannið og bar þeim að höfða staðfestingarmál vegna lögbannsins innan viku. Það var gert á föstudag og verður málið tekið fyrir þann 12. desember næstkomandi