Ég ætla að fá að nöldra í fyrsta sinn (að ég held) um það þegar fólk skrifar eitthvað sem aðeins einn eða jafnvel enginn einstaklingur getur tekið til sín í “personal message” á msn.
Sem dæmi (ekki raunveruleg dæmi) eitthvað svona:

"Oh hvernig er hægt að vera svona asnalegur"
"Ég elska þig xxxxxxx (L)"
"ohh svona fólk"
"Afhverju læturðu mig ekki bara vera???!?!?!!!!!:O:O:O:O:O:O:O:O:O"

Í staðin fyrir að taka fram um hvað það er að tala eða nota bara instant message kerfið sem MSN byggist á þarf sumt fólk endilega að hafa þetta svona og þar af leiðandi gera annað fólk (mig) forvitið.
Mér finnst þetta alveg óþolandi. Það má vel vera að það sé vegna óeðlilegrar forvitni eða fullkomnunaráráttu, en þetta fer óstjórnlega í taugarnar á mér.

Nú hef ég ákveðið að svala forvitninni og spurja óspart ef að eitthvað svona er á seiði.

Annars játa ég það að ég sjálfur fer ábyggilega í taugarnar á sumum með því að tala jafnt við fólk sem er online, away, busy eða á hvaða status sem er.