Maður er að spá í til dæmis ef maður er að labba um Kringluna eða einhvern annan fjölmennan stað hvort það eru einhverjir nálægt sem stunda hugi.is. Önnur spurning vaknar í manni, fyrst maður er búinn að senda mynd af sér á huga, hvort einhverjir þarna þekkja mig undir nikkinu mínu. Ég sjálfur er til dæmis alltaf að spá í þessu í hvert skipti sem ég er í fjölmennum stað vegna þess að það er eins og fólk horfi dáldið skrítið á mann og það verður öruggara þegar ég mun setja inn nýja mynd af mér(loksins!). Þessi tilfinning vex um leið og maður er þekktari og þekktari á huga. Eru einhverjir aðrir sem hafa sömu tilfinningu?