Afsakið vissi ekki alveg hvar átti að setja þetta, því ég finn ekki áhugamál sem heitir skóli, og ef það er þá fann ég það ekki.

Staðan er þannig að ég er í menntaskóla og er á náttúrufræði braut. En held að sú braut henti mér ekki, því ég hef alltaf haft dálæti á tölvuleikjum og er með ansi margar hugmyndir sem ég hef í tölvuleikja hönnun. Ég er að pæla í því að fara þessvegna á iðnbraut í forritun, eða tölvutengdu efni sem getur hentað mér fyrir framtíðina í tölvuleikja hönnun (eða allavega einhverju sem tengist tölvum).

Ef einhver hefur vit á þessu, vinsamlega komið þá með hugmyndir, því ég veit ekki hvort ég ætti að breyta um. Því er kannski stúdent úr náttúrufræði góður grunnur fyrir t.d. bandarískt nám í tölvuleikja hönnun? Eða ætti ég að skipta og fara í iðnmentunina ?

Plz kommenta, og endilega laga hjá mér stafsetningar villur. Ekki góður í stafsetningu

takk fyri