jæja, ég ætla leyfa mér að nöldra smá núna…
ég er nýlega flutt í reykjavík, og vinn í stórri verslun. ætla nú ekkert að segja nafnið en margir geta sjálfsagt giskað sér til um það.
um daginn var ég að afgreiða konu, og hún var með leiðindi, vildi opna umbúðirnar af þessu efni sem hún hélt á, og ég sagði, jú okay, en væri ágætt ef þú mundi ekki taka það alveg í sundur. og hún samþykkti það. við hliðina á mér var stelpa í vinnunni að parkera “bílnum” svo ég kæmist hátt að ná í fleiri efni, og þegar ég er að troða efninu aftur í pakninguna bið ég hina stelpuna að skipta við mig, þar sem mér tókst ekki að setja efnið aftur í. og konan klikkaðist og sakaði mig um leti og að ég hefði meiri áhuga að vera í “bílaleik” en að afgreiða hana. en ég fullyrti hana nú um að eina ástæðan að ég væri að fara í þetta thingy væri til að koma fleiri vörum niður og bað hina um að skipta við mig því e´g væri bara því miður of klaufsk í þetta. en konan var ekki sátt og hreitti eitthvað útúr sér og labbaði í burtu.

svo var líka konan sem kom með upptekna lakið og enga kassakvittun og gat ekki sýnt mér neinan skilning að ég gæti ekki tekið á móti vörunni þar sem hún hefði hvorki kvittun né umbúðir þannig að ég gæti sett vöruna beint uppí hillu.
og parið sem kom með uppteknu gardínuna í rifna pokanum, ekki sýndu þau mikinn skilning.

endalaust svona!! af hverju getur fólk ekki sýnt skilning? og aðeins lesið sér til reglurnar?

svo kom kona með gardínu á kassann og sagið “það eru 2 gardínur í pakka” og ég sagði “nei, það bara ein í þessum” helv. ***** opnaði alla pakkana og tók þær allar í sundur til að sýna mér að væri 1 stykki í sem ég sagði henni í byrjun!! hvað er að fólki? hví er það svona dónalegt við fólk sem hefur EKKERT gert þeim??

ég veit vel að það er til fólk í þjónustustörfum sem hana enga þjonustulund, ég hef mikið af þjónustulund og elska að aðstoða fólk, en þoli ekki þegar maður er að gera sitt besta, er kurteis og allt en fær ekkert nema skít og skammir til baka!! ARG!!
mér finnst að það ætti að sýna aftur þarna auglýsingarnar sem voru eitt sinn sýndar, um konuna sem er að böggast í afgreiðslugaurnum. svona áróður um einmitt svona fólk sem ég hef verið að lýsa hér fyrir ofan.
Ofurhugi og ofurmamma