Las grein í Fréttablaðinu í gær í sambandi við þetta. Arnar Matthíasson sem hefur þýtt alla þættina segir að þátturinn sé a.m.k. að fara í frí frá byrjun október. Þeir ætli að meta þetta fram að áramótum en allar líkur séu á því að þátturinn sé endanlega hættur.
Þeir nefndu enga sérstaka ástæðu fyrir þessu í greininni fyrir utan það að áhorfið á þáttinn hafi víst dalað upp á síðkastið.

Einnig er nefnt að líklegast sé að enginn annar spjallþáttakóngur komi í staðinn en þeir ætla að gefa sér tíma til að meta stöðuna.

Mér finnst það algjörlega fáránlegt ef hann hættir! Mér finnst svo þægilegt að geta slakað á og horft á Leno á kvöldin.
Eru virkilega svona fáir sem horfa á þættina?