Góða kvöldið. Langaði aðeins til að deila með ykkur skemmtilegri sögu. Eða nei, ekki skemmtilegri sögu. Seinasta laugardag var ég í party hjá vini mínum í fossvoginum. Jú, mikið af ókunnugu fólki reyndi að komast inn en hafði fullkomna stjórn á því. Svo kom lögreglan klukkan 12 vegna þess að fólk var fyrir utan og vildi komast inn. Þá hafði vinur minn hringt í hana og beðið hana um að reka fólkið fyrir utan í burtu eða eitthvað álíka…

Á milli gerðist meiri skandall, barnaperri kom, hlutir voru brotnir og meira vesen. Löggan kemur þá um 2 leitið, ekki sömu starfsmenn og áðan.

Hún byrjar á að fara inní húsið og segjir að partýið er búið. Ég er þá á efri hæðinni í innsta herberginu, og fer niður. Það er þröngt og allir að reyna troðast út og ég stend aftast. Af forvitni (og heimilda samkvæmt vini mínum, sem ég veit nú að eru vitlausar) ákveð ég að spyrja lögreglumann sem stendur við hliðina á mér. “Heyrðu, þetta gæti verið bull í mér en er eitthvað svona húsleitarheimild til að loka partýum eða megiði bara koma inn og loka því?” — takið eftir því að þegar ég sagði þetta var ég rólegur, ekki með neinn æsing eða tón,
Hann svarar til baka “hefur þú heimild til að drekka undir lögaldri?” Ég svara nei, og sagði honum að ég drykki ekki.

Þá kemur annar lögreglumaður askvaðandi að mér “Drullaðu þér út!!” ég bara “ha? Já ég er á “
”Drullaðu þér út fíflið þitt!” ég “já ég er á leiðinni”
”Drullaðu þér, ertu eitthvað heimskur eða?”

Þá segji ég “ég kemst ekki út, það er allt troðið þarna”
Þá segir hann “Hvað með bakdyramegin? Hunskastu út þar”
Þá held ég á pening í hendinni, hann slær mig svona nokkurnveginn í hendina þannig að hann dettur í gólfið, rífur í mig og spyr hvort ég sé vangefinn, hendir mér út bakdyramegin og læsir.

Svo labba ég hinumegin og býð eftir að vinir mínir koma út. Ég spyr annan lögreglumann um númerið hjá þessum dónalega, hann segir mér bara að hypja mig og segir svo hinum að fara inní hús því ég á greinilega ekki að vita hver þetta er. Þó náði ég númerinu á bílunum og ætla að tilkynna þetta.

Þetta er með þeim verstu framkomum sem ég hef fengið á ævinni! Að lögreglan sjálf – sem á að vera fyrirmynd rífi kjaft við námsmann fyrir framan heilan haug af jafnöldrum mínum?

Hefur eitthver lent í svipuðu? Fleiri góðar reynslusögur af lélegum óheiðarlegum dónalegum lögreglumönnum? Ég man nú eftir vidjóinu sem var sent hingað inn með myndirnar..

Endilega kommentið og segið ykkar slæmu reynslur af lögreglunni.