Allir “hnakkar” eru nú ekki allir eins. Ég tel mig nú ekki vera hnakka en samt hef ég verið kallaður það. Ég horfi oftast framhjá þessum týpum, Nema reyndar goths/emo. Þá er ég ekki samt gagrínin gegn þeim, meira svona vorkun með þessum týpum. Því goths/emo eru í mínum augum, fólk sem sýnir sársaukan sinn utan frá meðan Hnakkar sýna sitt feikaða sjálfstraust og fegurð utan frá en byrgja sársaukan inni. Er samt ekki að segja að Goths/emo sé einhvað ljótir, þvi mér finnst sumar stelpurnar verulega fallegar eins og með Hnakka gellurnar.

Nú finnst ykkur ég líklegast setja ykkur í þessa hópa. En í raun hugsa ég aldrei um þessar týpur, Þið bjugguð þetta til sjálf og ég set þetta svona niður svo þið vonandi skiljið mig.

Ein þessara týpna finnst mér samt mest pirrandi það eru þessir artí/trefla eða MR týpur (tel þetta allt vera eins) að mér finnst þeir alltaf láta eins og þeir séu yfir mann hafinn því þeir eru í svo góðum og miklu betri skóla. Sem er kannski satt en algjör óþarfi að nudda því í andlitið á manni.

Og fyrirgefið stafsetningarvillurnar og ef þið skiljið mig ekki :) en ég tala af ákveðni reynslu sem ég hef upplifað.