Þetta hefur með áfengissölu að gera.
Tekið úr sjötta kafla Áfengislaga.
“Meðferð og neysla áfengis.
18. gr.
Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða
er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur,
veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd
eða á annan fullnægjandi hátt.
Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl
eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka.
Dyraverðir, eftirlitsmenn og framreiðslumenn skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða
dveljast þar eftir kl. 20 að kvöldi án samfylgdar foreldra sinna eða maka sanna aldur sinn með
því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, enda sé ástæða til að ætla að
hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.”
Á barnum er of mikð að gera til athagu skilríki og spá í aldur þeirra sem kaupa. Ef upp kemst um að barinn á NASA selur fólki yngra en 20 áfengi geta þeir misst leyfið og eiga í töluverðir hættu með það eins og er.
Ef að einhver kemst inn yngri en 18 ára þrátt fyrir gæslu er það ekki talið til þess að þeir geta miss áfengisveitingarleyfi því að athugun á aldri hefur þegar farið fram í dyranum. Hinsvegar gæti þeir sætt sekt og sá sem að slapp í gegnum gæti sætt refsingar fyrir að segja ósatt til um aldur. Jafnvel þó svo að hann/hún sé eldri en 18 og hafa heimild til að vistast inni á staðnum skv þessum lögum, veitingarsatðurinn sjálfur ákveður hverjum hann hleypir inn og skv hverjum skilyrðum. Þessi skilrði mega þó ekki gera mun á fólk skv kynþætti, upprunna eða kyni.
Hljóma ótrúlega þurrt og allt það. En þetta ætti aðgeta skýrt vangavelut ykkar. NASA er bara að vernda sína egin hagsmuni. Áfram kapítalisminn!