Það var maður sem bloggaði um þessa frétt hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1287138;rss=1

Og ég er svo sammála honum. Ég hefði ekki getað orðað þetta betur:

Nöldrarinn
Hverjum er ekki andsk…. sama.
Gúrkutíð eða ekki, blaðamenn MBL og fleiri virðingarverðra miðla virðast aldrei fá nóg af því að birta fréttir af hundómerkilegu stjörnuliði sem sýnkt og heilagt virðist vera að drulla upp á bak, þrátt fyrir að eiga vera löngu vanið af bleyju.

Brad og Aniston, Brad og Angelina, Ben og Jennifer, Lindsay Lohan, Jessica Simpson, Pete Doherty (sem hefur fjandann ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kærasti Kate Moss) og að ekki sé talað um uppáhaldsgoð þeirra Paris Hilton hafa öll fasta dálka á mbl.is í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Blaðinu og öðrum minni spámiðlum, þar sem hrakfarir þeirra eða eitthvað í þá áttina eru samviskusamlega raktar.


Ég hreinlega skil ekki að nokkur maður hafi áhuga á þessum fréttum, sérstaklega þar sem oft á tíðum birtast tvær eða þrjár á dag og allar misvísandi í hina og þessa áttina eftir mis-nærtækum heimildum, sem allt er étið upp og mokað í almenning og hefur m.a. borið á því að helmingur fréttarinnar er enn á ensku.

Í guðanna bænum farið að vinna vinnuna ykkar, rita fréttir um málefni sem SKIPTA máli og láta þetta drepleiðinlega ógæfulið í Crappywood eiga sig.

Og koma svo, piltar og stúlkur, sýnið að þið getið birt almennilegar fréttir.


Hvað finnst ykkur um þessar fréttir sem koma sýnkt og heilagt?