Ég var í vinnunni áðan. Ég semsagt er að vinna hjá Birtíngi…Og sé um að selja fólki áskriftir af helstu tímaritum landsins….Og þar á meðal Mannlíf.

Og ég rak augun mín á forsíðu nýjasta eintaki Mannlífs og sá þar “FIMM HÆTTULEGUSTU NÍÐINGARNIR”

Og ég tók þetta eintak í mínar hendur og gluggaði í gegnum þessa grein.

Og þar er fjallað um 5 barnaníðinga á íslandi. Meðal annars Steingrím Njálsson.

Og ég var að glugga í gegnum þetta og sá þá að allar helstu upplýsingar voru birtar um þessa menn.

Það var semsagt sagt frá heimilsfangi þeirra og fæðingardegi…Og það var mynd af þeim og heimilum þeirra…

Og ég hugsaði með mér “Váá…Þetta er fokking ógeðslegt og rangt!”

Það sem mér fannst rangt af Mannlíf að gera var bara að vera að birta þessar upplýsingar. Fannst þetta bara hálf of langt gengið hjá þeim.

Mér finnst að það svona upplýsingar skulu bara alls ekkert vera birtar. Hvað þá svona ítarlegar…

Ég er ekki að verja þá á neinn hátt. En mér finnst bara virkilega rangt af þeim að birta þetta.

Ætli Mannlíf hafi rétt á að birta svona upplýsingar?

Hvort sem þeir hafa rétt á því eða ekki á samt ekkert að vera að birta þetta…Það er bara rangt.

Eða allavega er þetta það sem mér finnst.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.