Sælir hugarar.
Í gærkvöldi vildi það óheppilega til að trúlofunarhringurinn hjá kærestuni minni brotnaði. Þetta er ekki hringur sem er keypur hérlendis, heldur gerður á spáni, held að hann sé gerður úr berginu frá eldfjalli. Hljómar rosalega fancy, en þetta var ekki dýr gripur.
En þar sem að svona hlutir skipta manni afar miklu máli þá viljum við auðvitað reyna að gera við hann. Ég bara veit ekki hvort að skartgripabúðir eða einhver annar aðili geta tekið viðgerðir af þessu tagi að sér.
Einhver sem hefur hugmynd?
Í versta falli ætla ég að reyna að finna svipaðan hring.