Sony hefur kynnt verðlækkun á PlayStation 2 leikjatölvunni í Japan um 15% til að tryggja
stöðu sína í ljósi samkeppninar frá Nintendo og Microsoft en leikjatölvur frá þeim
fyrirtækjum komu á markað fyrr í mánuðinum, GameCube frá Nintendo og Xbox frá Microsoft.
Samkeppni á þessum markaði hefur þegar á árinu leitt til þess að einn framleiðandinn dró
sig í hlé en Sega hætti frameliðslu á Dreamcast og ætlar að einbeita sér að
hugbúnaðargerð. Tuttugu milljónir eintaka hafa þegar selst af PlayStation 2.