Hmm, þetta verður mjööög tilganslaust nöldur…

Túrsitar fara í taugarnar á mér. Ég er að vinna á hóteli og þar af leiðandi vinn ég við að þrífa undan túristum. Það er alveg með ólíkindum hvað þeir geta verið ógeðlega sóðalegir með sig..
Í fyrsta lagi þá skeina þeir sér á baðmottunum! Hveeeer gerir þannig? það er til klósettpappír inn á baðherberginu og myndi maður þá ekki væntanlega nota hann? ooog þeir leggja það líka í vana sinn að snýta sér í koddaverin! enn og aftur, það er til klósettpappír!
Þetta er eitthvað sem maður myndi aldrei gera ef maður væri gestur á hóteli út í útlöndum eða hér á Íslandi.
úff..

ooog til að toppa vinnudaginn minn þá settist ég á gleraugu yfirmannsins míns og varð einhvernig veginn að reyna að útskýra hvernig báðar spangirnar hefðu brotnað af!
“a moo point…yeah, it's like a cow's opinion”