Ég hef held ég aldrei nöldrað hérna áður, en nú er mælirinn fullur.

Nöldur 1:
Ég þoli ekki þegar fólk getur ekki lesið upp eða skrifað nafnið mitt rétt. Það er ekki flókið, það er Ragnar í byrjun, sem allir segja rétt, en svo endar það á Sigurðarson, sem enginn virðist skilja og segja bara í staðinn Sigurðsson sem er mjög pirrandi. Þó þetta sé smávægilegt þá er það ótrúlega pirrandi þegar einhver fer ekki með nafnið manns rétt. Eins og t.d. í fjölmiðlum.

Ég hef meira segja lent í því að fá nafnið mitt grafið vitlaust í bikar.

Ekki lesa bara alltaf Sigurðsson því flestir heita það, það eru litlar sálir þarna inn á milli.

Nöldur 2:
Ég vil ekki mikið á hamborgarann minn, aðeins brauð, kjöt og sósu. En samt sem áður þarf ég oft að margendurtaka það við sjoppustelpurnar sem skilja það bara aldrei. Og oftast fæ ég enga sósu á borgarann og ost þá í staðinn. Ég hefði haldið að þið sjoppufólk væruð ánægð með svona rosalega “einfaldar” pantanir.

Takk fyri