verulega í kjölfar sjónvarpsgabbs

Um 12.000 manns hafa skráð sig sem líffæragjafa í Hollandi eftir sýningu sjónvarpsþáttar þar sem líffæragjafar kepptu um nýra. The Big Donor Show, sem var sýndur 1. júní, reyndist vera gabb sem ætlað var að vekja athygli á skorti á líffæragjöfum í landinu.

Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því sprenging hafi orðið í kjölfar þáttarins og líffæragjöfum fjölgað mikið frá því þátturinn var sýndur. Meðalmánaðatölur yfir fjölgun líffæragjafa er um 3-4.000 manns.

Í þættinum umdeilda kepptu þrír alvöru sjúklingar um nýra, en þeir tóku þátt í gabbinu.

Þátturinn gekk út á það að dauðvona kona átti að velja einn sjúkling sem átti að fá eitt nýra að henni látinni.

Þátturinn olli talsverðu fjaðrafoki í Hollandi og kölluðu ýmsir stjórnmálaflokkar eftir því að hætt yrði við útsendingu hans. Sjónvarpsstjórar BNN sögðu hinsvegar að þættinum væri ætlað að varpa ljósi á þann skort sem væri á líffæragjöfum í landinu.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.


Mér finnst ekki vera nógu mikil umræða um þetta mál. Semsagt lífæragjafir.
Ég hef alltaf verið á því að mín líffæri verði nýtt þegar minn tími er kominn. En margir virðast vera á móti þessu, það er eitthvað sem ég hef í basli við að skilja.
Mér finnst orðið ótrúlegt þegar það þarf að gabba fólk með svona til að vekja áhuga, þá eru málin orðin slæm.
Þið sem eruð á móti lífæragjöfum og eruð ekki líffæragjafar hví er það?

Ég sjálf er með svona líffæragjafakort í veskinu mínu og hef verið með í 2 ár. Ef ég þarf einhverntímann að standa í þeirri ákvörðun um að hvort megi taka líffæri úr fjölskildu og ættingjum þá mun ég segja já.
Ofurhugi og ofurmamma