Vinkonur mínar lentu í þessu, ég var ný farin heim (mínúta síðan) þegar að þessi hópur kom og lamdi þær útaf engu, sögðu að þær höfðu verið að rífa kjaft.
Ekki satt btw. Og pældu í þessu, þau fóru mannavilt og eru samt stolt að hafa lamið hana útaf engu.
Ég var fokkin reið þegar að ég frétti þetta, bara útaf eintómum misskilningi brutu þau tönn úr munni hennar og rifu og tættu hárið hennar.
Hvernig er heimurinn orðinn!?!
Bætt við 19. júlí 2007 - 17:39
Já bara til að skýra svar mitt;
Já það er satt þær fóru mannavilt í fyrra skiptinu, þegar að þær segja að ein þeirra hafi verið að rífa kjaft og fóru svo að stompa á andlitinu á henni.
Þessi stúlka sem var farið mannavilt á, er ein besta stelpa sem ég þekki, og að hún skuli hafa verið lamin svo hryllilega. Hún þorir ekki lengur í smáralindina. Greyið.
Ég vil bara loka þetta fólk inni, þessar stelpur sem eru svo svalar að lemja eitthvað fólk útaf engu og blogga svo um hversu stoltar þær séu að lemja vitlausa stelpu.