Horfði einhver á sönn íslensk sakamál í gærkvöldi? Fyrir þá sem ekki sáu þáttinn, þá var talað við mann að nafni Steingrímur Njálsson sem er margdæmdur kynferðisbrotamður. Hann er einn stærsti kynferðisbrotamaður Íslands, og á langan sakaferil að baki.

Allavegna, þá horfði ég á þetta alveg frá byrjun, og eftir á gat ég ekki sofnað. Hvað í andskotanum fær menn eins og hann til að nauðga 11 ára drengjum? Það hafa 14 strákar kært hann fyrir hafa nauðgað sér og einn 28 ára gamall þroskaheftur maður!
Það sem mér fannst verst í þættinum voru viðtölin við Steingrím sjálfan, þar sem hann meðal annars neitar því alfarið að hann sé kynferðisglæpamaður, og segir að þessar ákærur sem hann hefur fengið séu bara rugl.

Honum hefur oft verið stungið í fangelsi fyrir ýmis brot og hefur verið dæmdur 14 sinnum fyrir kynferðisbrot á ungum drengjum, og sér ekkert athugavert við það sem hann hefur gert. Svo var hann farin að lýsa einhverjari reynslu sem hann lenti í þegar hann var yngri, og reyndi að láta þetta líta út eins og hann væri fórnarlamb.
Samtals var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir alla þessa glæpi, sem mér finnst alltof lítill ltími fyrir svona ógeðslegan glæpamann eins og hann! Og mér skilst að hann gangi laus í dag.

Varð bara að koma þessu frá mér :)
“a moo point…yeah, it's like a cow's opinion”