Jæja, fyrsta skiptið sem ég nöldra hérna á huga =)

Það var klesst á bílinn minn í dag þegar hann var lagður í stæði og það er risastór rispa og beygla á honum! :( Plús það að svipað gerðist líka fyrir tæpum mánuði. Þannig að núna eru tvær myndarlegar beyglur og rispur á hvorri hliðinni á bílnum mínum. Og til að bæta gráu ofan á svart á ég engan pening til að borga þetta, og er líka að fara að reyna að selja hann eftir að ég fer mðe hann í skoðun.
Þess má geta að sökudólgarnir í báðum tilvikum keyrðu í burtu án þess að skrifa miða eða neitt! Hvernig hefur fólk samvisku í svona? Ef ég myndi klessa á kyrrstæðan bíl væri það það minnsta sem ég myndi gera! :(

Ohh þetta er búið að vera ömó dagur. Kenni föstudeginum 13.um, er mjög hjátrúarfull!

Jæja, ég er ætla að fá mér einn bjór og reyna að komast í gott skap :)
Ég finn til, þess vegna er ég