Guð síðastliðin Laugardagur var hrollvekjandi. Fyrr um dagin var mjög heitt 30-35 stiga hiti og rosalegur raki, seinna um kvöldið skall á gríðalegt þrumuveður og skýin voru mjög dökk og mikill vindur.
Rafmagnið fór af og maðurinn minn vinnur við “water treatment plants” sem eru staðsettar hér og þar um svæðið og þurfti hann að fara þangað til þess að athuga hvort allt væri ekki í lagi með stöðvarnar út af rafmagnsleysinu.

Ég ákvað að koma með því að mér var ekki rótt í þessu veðri og vildi ekki vera ein. Við keyrum þjóðvegin í átt að Winnipeg og skýin þar voru alveg hreint ótrúleg. Eldingar skullu niður á ökrunum og himininn var upplýstur.

Ég hef aldrei séð skýstrók nema á Discovery og ég sagði við mannin minn að ég væri nokkuð viss um að þetta gæti myndað skýstrók.

Svo byrjaði þetta að myndast og við hreinlega stoppuðum til þess að fylgjast með.

ótrúleg sjón! alveg hreint ótrúlegt að horfa á þetta myndast. Ég var ekki með upptökuvél en hérna er frá Youtube af skýstróknum 23 Júni sem ég varð vitni af.

http://youtube.com/watch?v=uKFxUWlxfz0&mode=related&search=

Þetta var mögnuð upplifun, þetta var svona 20 mínútur frá heimilinu mínu




Bætt við 26. júní 2007 - 15:55
Já hann mældist F4 á stærð og krafi