Já, það er satt.
Ég hef séð það svo oft að fólk leyfi erlendu fólki sem sest hér að, að komast endalaust upp með það að tala bara ensku, í stað þess að tala hreinlega bara við það íslensku.
Það kannski hvetur fólk frekar til þess að læra.
Þegar erlent fólk hefur gert þetta svo lengi, að bjarga sér á enskunni og fer svo að mjaka sig áfram með íslenskuna og er kannski farið að tala hana reiprennandi, þá er fólk ennþá þaulvant því að tala við það á ensku.
Eins og vinur minn, hálfur íslendingur, og hálfur bandaríkjamaður. Hefur búið hérna meira en hálfa ævina og talar reiprennandi íslensku, ekkert mál fyrir hann. Einstaka málfarsvillur sem maður tekur ekki eftir. En hann talar samt ALLTAF ensku. Alltaf!