Hæ. Ég var að velta því fyrir mér hver besta leiðin eða leiðirnar væru til að hala inn smá fé á stuttum tíma væri?
Ég byrja ekki í vinnuni minni fyrr en 1. júlí og þangað til langaði mig til að hafa bæði eitthvað að gera og líka geta aflað mér smá peninga þessa 11-12 daga þar sem ég hef ekkert að gera!
Einhverjar hugmyndir? og b.t.w. ég ætla ekki í eitthvað Herbalife :)

Endilega nefnið allt sem ykkur dettur í hug því að ég get þá bara gert marga litla hluti í einu eða einn viðameiri á þessu tímabili ;)

Það eina sem ég er kominn með er að safna flöskum en það skapar nú ekki mikla fjármuni og svo ætla ég nú líka ekki að kafa ofan í einhverjar ruslatunnur út á götu :)

og plís ekki vera með einhver rugl svör :)