Mamma var að segja mér að hún hefði algjörlega án leyfis skráð mig í vinnuskólann.
Við höfðum talað um þetta áður og ég sagði henni það mjög skýrt að mig langaði alls ekki að fara! En nei, eins og venjulega er það her way or no way.
Málið er að ég fór í fyrra, fannst það vera það leiðinlegasta í heimi (ásamt hinum krökkunum sem fóru einnig) og ég veit að mjög fáir krakkar sem ég þekki eru að fara í ár.
Ég ætlaði að redda mér vinnu annarsstaðar en hún er handviss um að það gangi ekki…
Mér finnst þetta mjög óréttlátt þegar systir mín þurfti að mæta í einn dag og fékk svo að hætta og þurfti aldrei að fara aftur…

Get ég ekki einhvernveginn hringt eitthvert og skráð mig úr þessu án leyfis? Má hún bara ráða algjörlega? Ég hefði haldið að það þyrfti undirskrift barnsins eða eitthvað.
Er eina leiðin að mæta bara ekki?