Hvernig væri nú að bæta við smá fídus á Huga þannig að maður geti póstað greinar/svör við greinum (nú eða á korka) með lágmarks html-i. Hlutum eins og t.d. skástöfum, underline, feitletrun, linkum og þess háttar. Það er svolítið hvimleitt þegar maður kannski að svara ákveðnum punkti í grein og vill taka hann fram að geta ekki gert hann skáletraðan til aðgreina frá manns eigin skrifum.

Það getur varla verið mikið mál að setja smá parser sem tékkar af html tög í texta og kannski lokar þeim sem eru opin og sleppir alfarið þeim sem ekki má nota. Hugi er nú einu sinni skrifaður í PHP, en PHP hefur einmitt ágætan regexp stuðning.

smá hugdetta.
Ford Prefect: “How would you react if I told you I was not from Guildford but from a small planet somewhere in the vicinity of Betelgeuse”