Ég er orðin ansi hrædd um að vinkona mín sé með anorexíu en er ekki viss og veit ekkert hvert ég ætti að snúa mér.

Þessi vinkona mín hefur alltaf verið grönn en mér finnst hún hafa grennst mikið undanfarið ár og breyst líka mikið í hegðun.
Hún var áður mjög mikil félagsvera og var í nemendaráði og talaði við alla og við 2 vorum eins og við værum límdar saman.
Svo í 10 bekk (erum í 1. bekk í menntó) þá byrjaði hún með strák og eftir það þá hefur hegðun hennar breyst mikið. Hún var alltaf með honum og við fjarlægðumst mikið. Fórum samt í sama menntaskóla og enduðum í sama bekk, svona semí góðar vinkonur. En núna tölum við aldrei saman nema svona kurteisispjall. En hún tekur námið rosalega alvarlega og hún kemur aldrei fram i fríminútunum, talar ekki við neinn . Er bara inni að læra.
Enginn vill vinna með henni í hóp því hún er orðin svo skapstygg. Hún er að fá frábærar einkunnir en hún gerir aldrei neitt nema læra, fer aldrei úr sætinu sínu nema til þess að fara á klósettið og á enga vini í skólanum.
Hún hefur ekkert samband við neinn úr gamla skólanum okkar en en við vorum í stórum vinahóp sem heldur góðu sambandi fyrir utan það að hún og kærastinn hennar hafa alveg dregið sig úr vinahópnum og eru bara ein og sér. ég hef 2 orðið vitni af því að það hefur liðið yfir hana og hef ehyrt af fleiri atvikum.

Mér finnst hún hafa breyst mikið og er að pæla hvort þetta sé þunglyndi, anorexía eða fulkomunaráratta að einhverju tagi.

Engin skituköst takk.