Það er kannski ekki svo verðugt umræðuefni að skrifa um undirskriftir. Jú, núna er rétti tíminn til þess.

það virðist sem svo að ég hafi hrundið af stað umræðu um undirskriftir þegar ég sendi inn korkinn “Keppni um flottasta signaturið”("http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=352135&iBoardID=52&iStart=10“) þar sem ég stakk uppá því að haldin yrði keppni um flottasta signaturið. Fjölmargir tóku sig til og bjuggu til ansi fallegar undirskriftir svo að þeir gætu unnið þessa ”keppni“ sem verður þó kannski ekki haldin. Frekar ætti að halda samkeppni um ljótasta signaturið eða asnalegasta.
ÉG er hneykslaður á sumum signaturum á huga, og ber þar að nefna snjall, sem er með fádæma ljóta og ófyndna undirskrift. Hún stingur óþægilega í augum með þessum skæru litum.


Hvernig væri að úthluta ”undirskrift mánaðarins" þar sem keppt er um ljótustu, fyndnustu o.s.frv.

Aquatopia hótaði einnig á einhverjum korkinum á Forsíðunni(man ekki hverjum) um að reyra niður html notkun á undirskriftum, eða jafnvel að banna þær.(Sú ákvörðun finnst mér vera furðuleg, frekar ætti að takmarka stærð á myndum eða signaturum.)Þó ætti að taka fyrir þetta [style] dæmi þar sem notendur geta breytt bakgruninum á huga. Það er einum of langt gengið þegar svona stór útlitsbreyting er leyfð.
Er það kannski þessvegna sem html virkar ekki í greinum eða greinarsvörum? Ef svo ekki, þá afhverju? Var það þá góð ákvörðun hjá þeim sem forrituðu huga.is að hafa html inni svo að notendur gæti nýtt sér það?
Með von um mörg svör
Hvurslags