Sæl verið þið :)

Ég var að horfa á Kastljósið áðan, umræðuna um það að prestar hafa hafnað tillöguni um að leyfa að giftingu samkynhneigðra. Mér eiginlega ofbauð hvernig spyrillinn lét. Hann tók tillit til mannsins sem með giftingu samkynheigðra og var algjörlega sammála honum. Svo þegar presturinn ætlaði að tala. Nei, hann leyfði honum varla að tjá sig, bara snéri útúr honum og hlustaði ekki einu sinni á hann. Mér fannst hann vera of upptekinn af þeirri hugsun að prestar og kirkjan væru á móti samkynhneigðum og að með þessari höfnun hefðu prestar tekið mikið skref aftur á bak og væru með mikla fordóma gagnvart prestum.

Pabbi minn er prestur og hann hefur nákvæmlega ekkert á móti samkynheigðum. Nákvæmlega ekki neitt. Honum finnst ekkert nema gott að samkynheigðir meigi búa saman og að okkar samfélag ,,leyfi“ samkynheigð. Þegar ég segji að samfélag okkar ,,leyfi” samkynheigð er ég að meina að hér á Íslandi er flest fólk á þeirri skoðun samkynheigð er bara eðlilegur hlutur og ekkert að því að kona og kona eða maður og maður. Þótt auðvitað séu fordómar inn á milli.

En þó að pabbi hafi nákvæmlega enga fordóma í garð samkynhneigðra þá vill hann ekki að kirkjan leyfi giftingu samkynheigðra. Ég hef ekki talað nógu mikið um það við hann afhverju hann sé á þeirri skoðun svo ég ætla ekki að tala um það hér.

Prestarnir samþykktu að blessa samvist samkynheigðra, og krikjan er löngu búin að leyfa staðfesta samvist samkynheigðra. Er þá hægt að segja að allir prestar og kirkjan sjálf séu með fordóma fyrir samkynheigðrum? Að þetta sé stórt skref aftur á bak?

Að mínu leyti á spyrill í sjónvarpi, sem er með tvær manneskjur með ólíkar skoðannir að vera hlutlaus. Ekki taka afstöðu með öðrum þeirra. Ef hann gerir það tekur fólk eftir vill ómeðvitað afstöðu með honum sem spyrillin tók afstöðu með. Einnig verður erfiðara fyrir hinn að svara, með að hafa tvo á móti sér. Eins og ég sagði hér fyrir ofan fannst mér spyrillinn líka alls ekki hlusta á prestinn og hann sagði eitthvað eins og: ,,Ekki helduru virkilega að þetta og þetta tengist!? Grípur fram í fyrir og segir: ,,Þetta svarar ekki spurningunni!“ ,,Svaraðu spurningunni!!” Þetta finnst mér alls ekki rétt, og mjög rangt. Það annað mál ef að maðurinn sem er á móti þessi lætur svona, en spyrillinn? Mér finnst það ekki hægt.

Ég vil taka það fram að ég er ekki búin að taka afstöðu með því hvort ætti að leyfa giftingu samkynheigðra eða ekki. Mér finnst ég ekki vita nógu mikið um þetta til þess að geta tekið afstöðu. Ég hef líka enga fordóma gangvart samkynheigðum. Besti vinur minn er samkynheigður og hann er æði :)
An eye for an eye makes the whole world blind