… fólk sem tekur uppá því að pirra aðra þegar því leiðist?

Jæja, það þekki ég svo sannarlega, vinir mínir eru þannig.

Dæmi: Alltaf þegar maður er að keyra, þá eru þeir komnir með þannig “leik”, að sá sem er frammí að reyna að pirra bílstjórann sem mest, eins og t.d. kveikja alltaf á hættuljósunum, nota rúðupissið, flauta, og margskonar þannig.

Og t.d. líka, þá tekur einn vinur minn upp á því að fjöldasenda manni kjaftæðis SMS, ekki bara 2-3, heldur allt að 50 sinnum. Ekki gaman…

Annað, fyrst að maður er kominn í stuð. Þetta fannst mér svona gera útslagið…
Vinum mínum fannst alveg ofsalega sniðugt að gera á /rómantík, svona einkamálaauglýsingu, nema bara, hafa hana ekstra leiðinlega, og setja allskyns leiðindi inn (eins og t.d. “er alveg til í stelpur í þykkari kantinum”). Og ekki nóg með það, heldur enda það á minni Messenger addressu! Gaman að fá þónokkur “ödd”, og fá svo að heyra hve sorglegur maður er…

Jæja, þetta var rantið mitt, þá má vel vera að sumir, ef ekki allir geta hlegið að þessu, en, ef maður lendir í þessu, þá er þetta freeeekar pirrandi!

Takk