Af hverju enda allir korkar alltaf í rifrildri hér? Í hvert einasta skipti þarf alltaf einhver að vera með læti í hverju þráðum og reyna að espa mann upp hér og koma af stað hasar. Hver er tilgangurinn með því? Er ekki hægt að ræða málið án þess að vera með dólgslæti hér lengur?

Hafa korkar á huga haft neikvætt áhrif á þig eða valdið þér andlegu ofbeldi? Hefur þú gaman að gera lítið úr öðrum þér. Hefur þú sjálf/ur lent í því að vera hafður að háði og spotti fyrir eitthvað sem þú skrifaðir hér á huga.is.

Ég lendi oft í því.

Ég veit að hér ríkir nafnleynd en það er óþarfi að misnota það hér með einhverjum fúkyrðum og skítkasti. Það ætti að stöðva hér. Það getur engin hér leynt nöfn sín enda er það á skrá hjá símanum eða hjá vefstjóra huga.is. Gætið því ykkar á ljóta orðflauminu ykkar. Það er eins og fólk gerir sér ekki grein fyrir því að allt sem hér er sagt geta allir lesið. Hugi er ekki bara fyrir hugara heldur er það fyrir alla.


Ég er viss um að Nugnar sem oftast er á móti mér og hefur gaman að gera lítið úr mér kemur bráðum með þetta komment..

“Þú byrjaðir!!”

Ég er ekki í stuði hér til að vera í sandkassaleik við hann og kasta á ykkur hin drulluköku hér.

Þroskist þið svo frá þessum þursa og skapheift ykkar. Þið eruð öll nógu þroskuð til að haga ykkur á skynsaman hátt. Ýmyndið ykkur sjálf hvernig það verður hér eftir 20 ár. Mynduð þið sjá eftir þessu orðflaumi eða verða stolt af því?

Ég hef sjálfur fengið ógnandi og geðsjúk komment undanfarið sem ég hef fengið hér tilverunni einsog og “Skerðu þig á háls”, “dreptu þig”, “hengdu þig” og svo framvegis. Maður bara spyr er fólk orðið svona geðbilað og ofbeldisfullt í sér eftir margspilun á þessu ofbeldismyndum og tölvuleikjum að það er hætt að kommenta og halda virðingu fyrir öðrum. Í staðinn er
er það bara hér með skæting hér við aðra.
Sumir segja núna að ég taki þessu of alvarlega. Málið er að svona orð sem ég birti hér að ofan getur verið ógnandi og valdið manni áhyggjum og andlegu ofbeldi.

Passið því ykkur á þessu. Menn sem kommenta svona “Ég ætti að drepa þig, kála þér, berja þig!” er hægt að kæra til lögreglu. Enda er hér verið að ógna þó það sé að meina þetta í gríni. Grín getur líka snúist í alvöru í hita leiksins.

Er þetta ofbeldisorðbrögð hin nýji talsmáti nýju kynslóðarinnar sem á að taka hér við fósturjörðinni?

Eitt sinn var hægt að ræða um hlutina hér málefnalega án þess að menn voru með þursaskap og með persónuleg og barnalega leiðindi við aðra. En nú gerist það æ sjaldan.

Oftast gerist slíkt þegar einstaklingurinn líður illa og vill fá útrás með því að gera lítið úr öðrum. Sumir gera þetta útaf athyglissýkinni. T,d ef verið er að ræða um allt annað þá þarf einhver kjáni að koma með komment til að vekja athygli á sér. Ekki hef ég vald til að stoppa svona óskapnað og ólíðandi ástand hér enda langar mig ekki til þess. Eins og einn sagði hugi.is er bara hugi.is. Og við vitum það öll að hugi.is er besti staðurinn fyrir fólk sem þarf alltaf að vera með fúkyrði við hvorn annan. En ég vildi bara benda ykkur öll á á þetta en þetta gengur bara ekki lengur til lengdar. Höfum hemil á því sem við erum að segja hér framvegis.

Predrikun lýkur.