Uss, býst við að frekar margir hérna hafi heyrt af þessu.

Fyrir þá sem ekki vita þá kviknaði í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2.
Þetta eru frekar gömul hús og þarna eru nokkur fyrirtæki eins og Pravda, litla sjoppan þarna sem hét Fröken (eða ungfrú?) Reykjavík, Kaffi Opera og Kebabhúsið.
Enginn slasaðist en húsin eru gerónýt.

Það kviknaði í upp úr tvö, þá var ég einmitt að keyra þarna yfir brúnna yfir tjörnina. Fáranlega mikil sinu-brunalykt og sást töluverður reykur.

Það var líka sagt að reykurinn næði alla leið upp í stúdentagarða, en ég var einmitt stödd þar og fann nú enga lykt. Svalirnar snéru reyndar frá þessu svo það getur vel verið að einhver reykur hafi borist þangað.

Eftir að ég komst nálægt sjónvarpi byrjuðu útsendingar frá rúv. Það verður líklega fjallað mikið um þetta í fréttum í kvöld ef fólk hefur áhuga. :)

Skondið samt, konan sem lýsti beinu útsendingunni í byrjun var svo stressuð greyið, og svo var henni augljóslega kalt. Frekar óþægilegt að hlusta á hana.
Eftir það kom einhver gaur sem var mun betri og stóð sig alveg mjög vel í þessu.
Smá pæling sem kemur málinu ekkert rosalega við: Af hverju er rúv ekki með fleiri rásir? Svona eins og BBC og NRK og allar þessar ríkissjónvarpsstöðvar. Þar sem það þurfti að fella niður einhverja þætti, aumingja gamla fólkið missti af Guiding light.

Annars, vildi bara athuga hvort það verði einhver eldheit umræða um þetta (hohoho) og síðan spurning, hvað viljið þið að verði gert við þetta svæði?

Afsaka ef þráðurinn er eitthvað óskýr. Ég er bara að farast í hausnum og á erfitt með að hugsa. ^^

Bætt við 18. apríl 2007 - 17:59
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1265413

Kannski geðveikt sniðugt að hafa svona. ^^
Deyr fé, deyja frændur,