Ég var í aðgerð á báðum höndum í fyrradag, og er með gigantískar umbúðir og að drepast úr verkjum. Ég á að vera á parkódin forte, en ég er með ofnæmi fyrir því. Er þess vegna á íbúfeni og panódíl, sem gera akkúrat ekkert fyrir mig.
Ég er með ógeðslegan hausverk og hálsbólgu frá helvíti. Ég hef ekki getað sofið vel eftir aðgerðina, því ég finn svo til.
Ég er að skrópa í skólanum.
Á eftir þarf ég að fara út og taka upp myndband fyrir dimission. Það er rigning, sem þýðir að ég þarf að vera í plastpokum yfir umbúðunum. Eins og þegar ég fer í sturtu. Gaman.
Frændi minn bauð mér að fara með sér í bæinn þar sem við áttum heima, þar sem að mamma hans og amma okkar búa. Hann fer seinni partinn á morgun, kemur aftur á sunnudaginn. En nei, ég þarf að vinna hópverkefni í þýsku sem gildir 30% um helgina. Fleeee.
Ég er þreytt…

/nöldu