Jæjja svona er mál með vexti.

ég er búinn að vinna hjá sama fyrirtækinu í um 18 mánuði og nú er verið að bjóða mér stöðuhækkun í vaktstjóra.
ég er búinn að velta þessu fyrir mér fram og aftur hvort ég skal taka þessu eða ekki.

málið er neflinlega að ég er ekki nema 17 ára gamall og er í skóla. undir venjulegum kringumstæðum mundi ég ekki hika við að taka starfið, en þessa stundina er ég að vinna á 2 stöðum + skóla og það er mjög krefjandi og þarfnast mikills tíma og undirbúnings.

tilgangurinn með þessum þræði er að spá hvort einhverjir ungir vaktstjórar séu hér sem geta sagt frá reynslu sinni og gefið mér ráð?