Ég sat hliðiná þessum gaur í svona 40 mín, og byrja allt í einu að stokkbólgna í augunum, aðeins erfiðara að anda og nefið á mér flæðir. Kattarofnæmi, og beyglan (hann beyglan) sem sat við hliðiná mér var allur út í kattardrasli af því að hann skiptir ekki nógu oft um föt (hann skiptir á amk vikufresti…), hann á einn kött!
stelpa sem ég þekki á tvo loðna ketti, og hún skiptir um föt annan hvern dag (sirka…), og ekki finn ég neitt fyrir henni…
afleiðingarnar fyrir mig eru þessar:

fyrst:
nefrennsli, rauð augu, þunglyndiskast.
svo: sýking magnast upp í auganu, klæjar meira en venjulega, nefið á mér er stíflað, ég finn meira fyrir öðru ofnæmi.

Bara út af því að hann getur ekki skipt oftar um föt!
(ég fattaði ekki að þetta væri undan honum fyrr en í lok tímans… og tíminn var búinn þegar ég kom aftur af klósettinu -þurrka úr augunum…)

Svo var ég ógeðslega pirruð í matarhléinu, og sagði við hann:
“nenniru að vera ekki nálægt mér, ég er að deyja í augunum”. Ég játa að ég hafi örugglega sagt þetta dónalega, en samt… þessi gaur er ógeðslega uppáþrengjandi og tróð sér inn í vinahópinnn sem ég er í!
Hann er “kókfíkill”, og talar endalaust um kók, hvað hann eigi fyrir miklu kóki, hversu mikið kók hann hafi drukkið.. Andskotinn, nú er ég að springa. Og þegar við þykjumst ekki taka eftir honum ber hann sig með kókflösku í hausinn! GAH!

*slakar á, útrás búin.*