Á þriðjudaginn byrjaði ég að vera slöpp. Mætti aðeins í skólann en fór svo bara að sofa. Um kvöldið var ég orðin svo máttlaus (verð máttlaus þegar ég er með hita) að ég gat ekki einu sinni klætt mig.

Ég gat ekkert borðað og var þess vegna orðin frekar svöng. Það breyttist svo í ógleði þannig að ég var langt fram á nótt að reyna að halda því litla sem var í maganum niðri.

Daginn eftir hélt ég nú að þetta væri búið, var farin að losna við hitann og svona. En nei, þá byrjaði hálsbólgan. Fyrst var þetta bara leiðinlegur hósti, svo fór hann að versna og svo átti ég erfitt með að sofna.

Ég vaknaði svo kl. 6:30 í morgun við að ég fann hræðilega til í nefinu. Mér fannst eins og ég væri með vatn í nefinu, samt ekki því þetta var miklu verra. (var líka stífluð)

Síðan þá hef ég ekki getað sofið, í hvert sinn sem ég reyni það vakna ég annað hvort við hálsbólguna, hausverkninn, nefið eða bara eitthvað annað. Auk þess er ég með svo ógeðslegt bragð í munninum að mér er óglatt.

Svona veikindi eru ömurleg … Varð bara að tjá mig …