já ætlaði að deila með ykkur hugurum að í dag lennti ég í mínu fyrsta umferðaróhappi.
leiðingleg byrjun á leiðinlegum degi.
VAr hjá tannlækni og var að keyra frá heilsugæslunni að sjoppunni, og svo er ég að keyra fyrir framan landsbankann, þá er einhver gömul kona að koma úr bankanum, lýtur ekki til hægri, né vinstri og ekki hægir hún á sér, ég var smá upptekin með RENT tónlistina og lýt til hliðar og þá sé ég bara bílinn, gat ekkert gert. Já, ég stoppa, með hjartað í buxunum, ég fer út og sé þetta stóru beyglu, trúði bara ekki að þetta væri að gerast, eg var orðin of sein í vinnuna aftur nú þegar, og þetta var ekki að hjálpa, ég tala við konuna og við förum niður á lögreglustöð og fyllum út tjónaskýslu.
En djöfull var ég pirruð, alveg ekki það sem ég þurfti akkurat þarna. Gera þessa löngu skýslu tók langann tíma.
Nú þegar var þetta allt búið að taka einn og hálfann tíma, sem átti a taka hálftíma…
Loksins var ég búin, fór og tók bensín, keyri leiðina heim, og hvað skeður? jú lítill steinn lendir á rúðunni og kom lítil sprunga, mjög lítið, en sést alveg. Mesta svekkið er að mamma og pabbi eru nýbúin að skipta um framrúðu…!!
Ofurhugi og ofurmamma