vil byrja á því að klappa fyrir frábærri byrjun á afmælisdegi mínum… alveg glæsilegt eða þannig… Þannig er mál með vexti, ég á nokkra velvalda vini, einn þeirra hef ég geymt aðeins utan þessa “vina” orðs, þar sem habnn er nú gjarn á að beila á manni, hringja aldrei, leggja ekkert á sig sem vin. Þegar maður loksins hittir hann þá er hann svooo skemmtilegur. Í gær talaði ég við hann, þá sagðist hann ætla koma til mín í dag, hann býr í reykjavík, ég bý útá landi (amma hans og afi búa hér, og frændi hans og fleiri ættingjar, og hann bjó hér fyrir nokkrum árum)
Fyrri partinn í dag hringdi ég í hann, en hann svaraði ekki, svo hringdi hann kl. 5 og sagðist vera leggja af stað úr bænum, eg var orðin frekar spennt að sjá hann, hafði ekki séð hann lengi. ég hringdi fyrst í hann rúmum 3 tímum seinna, til að ath hvar hann væri staðsettur. Ekki svaraði hann, þanngi ég áliktaði að hann væri bara að keyra með háa tónlist. Þegar tímarnir voru að nálgast 5 hringdi ég aftur í hann, því ég veit vel að það tekur undir 3 tíma að keyra þetta. Ekki svarar hann. Mér er ekki farið að standa á sama, var í hálfgerðri afneitun, ég veit vel að hann er beiler, en kommon, þetta var afmælið mitt, eða reyndar var ég bara með kökuboð í dag, því komust ekki allir á sunnudegi. Hann ætti ekki að beila núna. Ég hringi í annan vin minn, þeir 2 voru vinir, en eru það ekki lengur. en bað hann að hafa opin augu og eyru ef hann frétti eitthvað hvar þessi vinur minn væri… Ég reyni aftur að hringja í vin minn árangurslaust. Núna fyrir svona 20 mínútum hringir vinur minn sem ég bað að hafa augun opin, þá segir hann mér að hann hafi verið að tala við sameiginlegan vin þeirra, þá er hann í bústað með þessum umrædda vini sem ég hef beðið eftir í næstum 8 klukkutíma.
Ég mátti vita þetta, þetta er honum líkt. Hann hljómaði svo sannfærandi að hann væri að koma. hann hljómaði spenntur, en að hann geri þetta, er bara virkilega leiðinlegt og sárt :o(
alla vega þegar ég heyri loksins í honum verður þetta ekki afsaknlegt. Hann gerir lítið annað en að beila, hann hefur missst fjöldan allan af vinum útaf þessu, and he's about to be missing one more.
ohhh ég er svo pirruð!

Já alla vega, ég er orðin 19 ára gömul núna, minn dagur. 4. febrúar, óskið mer til hamingju alla vega, og falleg orð vel þökkuð :)
Ofurhugi og ofurmamma