Nú er ég pirruð..

Sko. Síðasta mánudagskvöld þá týndi ég bíllyklunum mínum. Var að djamma og var af einhverjum ástæðum með þá í vasanum og hef pottþétt misst þá úr einhversstaðar úti á götu..(Btw, í kringum Norðurbyggð hjá Kaupangi á Ak, ef þú hefur séð þá, láttu mig vita!)

Og…ég hef ekki fundið þá. Hef farið út að leita. leitað inní herbergi.. Tékkað niðrá löggustöð.

Svo ég fann gaur sem sagðist geta búið til nýjan lykil ef eg kæmi með skrána úr hurðinni. Svo ég lét rífa hana úr og fór með hana til gaursins á laugardag. Hann sagðist ætla að kíkja á þetta og hafa samband(btw, gamall og creepy á baðslopp..)

Og svo hringdi hann í dag og sagðist hafa búið til lykil. Ég fór og sótti hann og hann sagði að hann ætti að virka og alles, þarf ekkert tölvukubb eða neitt.

Ég prófaði lykilinn áðan. Virkaði ekki! Ég var náttúrulega orðin geggt ánægð yfir því að vera komin loksins með lykil og geta notað elsku bílinn minn aftur! En neeeeeiii! Ohh ég er svo pirruð…

Þannig að fólk, látið gera aukaeintak af bílllyklunum ykkar og merkið þá með nafni og símanúmeri..

~Fýlukveðja Orkamjás


Og það virðist sem allir eru að hözzla þessa dagana nema ég! I need sum livin. PM me.