Sælir kæru hugarar

Nú bara verð ég að nöldra örlítið enda langt síðan ég nöldraði um eitthvað. En þannig er mál með vexti að við fjölskyldan eigum þessa kisu. Yyyyndislega litla, sæta kisu, sem við höfum átt í um tvö - þrjú ár. Okkur þykir afar vænt um hana enda er hún með svona ‘persónuleika’ hehe.:)

En nú um daginn sleppur hún fram á gang (eigum heima í 6 íbúða stigagangi). Hún er frammi aðeins í um svona tvær mínútur þangað til að við heyrum væl, og hleypum henni inn. Best að koma því fram að nágrannarnir vissu ekki af ketti í íbúðinni okkar.

Jæja, þennan sama dag er settur miði í alla póstkassa um þetta ‘mál’. Þar sem kérlingin fyrir neðan okkur sá köttinn fram á gangi. Blablabla, hún talaði um að við þyrftum að fá leyfi og eitthvað. Mamma fer þá til gæjans á móti okkur og spyr hann hvort við mættum, hans vegna, fá að hafa köttinn.

En NEI! Hann á víst dóttur sem býr á SKAGANUM sem er með ofnæmi. En ég meina, þetta hafði alveg gengið í 2 og hálft ár, af hverju ekki bara að látta þetta kjurrt liggja! Núna þarf kisan mín að fara til systur pabba, sem ég hitti svona einu sinni á ári.

Æi kannski er þetta ekki eitthvað big deal, en ég er fucking pirruð þar sem mér þykir geðveikt vænt um þessa kisu :)

*FuckingFuckedíFuckFuck*

Vá frekar langt.. en þurfti bara að fá útrás á þetta haha :D

Bleeh