Ég er orðinn virkilega þreyttur á tölvunni minni.

1) Hún er hæg en það ætti hún alls ekki að vera.
2) Ég virðist aldrei geta komist inná MSN lengur.
3) Ég gæti haldið áfram

en það sem pirrar mig mest núna er að áðan skrapp ég aðeins út. Það var kveikt á tölvunni en ekkert var í gangi nema netið. Svo þegar ég kem aftur virkar MSN ekki, ekki heldur iTunes og það virðist vera eitthvað mál með Restore points því það er annað hvort 1. Jan 2003 eða 2099.

Sem sagt pirrandi helvíti.
Let me in, I’ll bury the pain