Jæja verð að nöldra smá. Frekar pirraður. Ætlaði eins og svo oft áður að fá mína ástkæru móður til að raka af mér allan lubbann, en í miðjum klíðum bilar ekki kvikindið og núna lít ég út eins og ég veit ekki hvað. Vantar svæði á stærð við hnefa aftan á hnakkann á meðan afgangurinn af mínum nokkuð hárprúða kolli er mjög svo ósnertur -.-

Verð að ganga með húfu allan morgundaginn, þangað til ég fæ tækifæri til að kaupa nýja rakvél. Gaman gaman
Betra seint en aldrei