ég held þetta hafi aldrei komið fyrir mig áður en ég hef heyrt svo marga tala um þetta, og jafnvel vinir sem hafa nýlega deilt með mér þessu; þunglyndi.
svo fór ég aðeins að spá í sjálfa mig. ég hef aldrei talað um svona hluti við neinn. hélt ég væri bara ein um þetta…oftast er ég svo voðalega brosmild og hlæ mikið. kannski of mikið. ég hef oft heyrt að þunglyndir fela þetta alveg fáránlega vel, bara með því að láta sem þeir séu hamingjusamasta fólk í heimi.
þannig er með vin minn. svo skemmtilegur og líflegur strákur en ég hef ekki talað við hann af viti í langan tíma. við erum eiginlega búin að missa alveg sambandið. þetta er orðið að svona ‘hæ, hvað segist’ dæmi. við vorum mjög góðir vinir. og mig grunaði ekki neitt að hann væri þunglyndur! kæmi ekki til greina.. það væri bara fáránlegt… en þegar hann hætti að mæta í skólann og kom ekki í lokaprófin… þá var mér ekki alveg beint sama. hann sagði mér að hann væri þunglyndur. og ég hélt aðeins áfram að spá í mínar eigin aðstæður. það koma dagar, stundum bara tímabil þar sem mér líður ömurlega og ég veit ekki einu sinni af hverju, ég ræð ekkert við þetta. vanalegast líður mér alveg ágætlega en þegar þetta kemur þá er það ömurlegt. það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var í grunnskóla og við fórum í allskonar kannanir og fólk talaði við okkur um þunglyndi, og sjálfsmorðstilraunir. aldrei hefði mér dottið í hug að íhuga svoleiðis vitleysu.. hver kastar lífi sínu á glæ bara sísvona? en mér hefur dottið þetta í hug núna þegar ég fæ þessa tómleikatilfinningu og finnst allt tilgangslaust. ég fór að spá í af hverju maður lifir, fyrir hvað og svo framvegis klisjukennt dæmi :p en þegar manni líður svona að þá er það frekar glatað að hafa ekki nein svör! (ekki það að ég sé að búast við því ;) )ástæðan fyrir því að ég sé að setja þetta hérna inná huga er kannski sú að ég fel þetta svo fáránlega vel. ég hlæ og skemmti mér með vinum sama dag og ég hef í raun verið í svona þungum þönkum.
skrítið, þetta líf.