Ég á það til að leggja höfuðið í bleyti. Núna um daginn fór ég að velta fyrir mér fordómum. Hvað eru fordómar? hvers vegna eru þeir? er hægta ð koma í veg fyrir fordóma? getur maður verið algjörlega fordómalaus?
Þessar spurningar voru á sveimi í draumaheim mínum… Veit ekkert hvort þetta er svona en ég vil meina að þetta sé svona beinir fordómar og óbeinir… til dæmis með samkynhneigða, í beinum fordómum hefur maður algjörelga á móti manneskju sem er samkynhneigð, en óbeinir þá er það hræðsla við að koma nálagt manneskju, og tekur gjarnan sveig framhjá þeim.
fordómar eru hræðsla, hræðsla er útfrá þekkingaleysi…
Ég persónulega er alveg viss um að maður getur aldrei verið algjörlega fordómalaus… Ég til dæmis viðurkenni fúslega að ég hef smá fordóma fyrir fötluðu fólki, i know it sounds silly… ég hata ekkert það fólk eða finnst þeir aumingjar, ég er bara hálf smeik, finnst vandræðalegt að sjá fatlað fólk, það er fyrst og fremst af því ég þekki ekkert fatlað fólk, hef aldrei umgengis það af ráði… ég bara veit ekki hvernig ég á að haga mér í návígi þess, og tek gjarnan sveig framhjá því.
Ég trúi nú ekki að það gerir mig að eitthvað verri manneskju, þetta er bara eitthvað sem ég þekki ekki og er þessvegna smeik við.

Jæja, hvað finnst ykkur? haldið þið að það sé hægt að vera fordómalaus? Hafið þið eitthvað við málið að segja? eða á móti einhverju þarna? endilega tjáið ykkur

ATH… þið sem ætlið að vera með leiðindi megið alveg gjarnan sleppa því…
Ofurhugi og ofurmamma